Leið 25

Svalþúfa – Lóndrangar

Gengið er fyrst upp á Svalþúfu en þar sátu að sögn þeir Kölski og Kolbeinn Jöklaraskáld fyrrum og kváðust á. Í Þúfubjargi er mikið fuglalíf og gott að hafa góðan sjónauka með sér. Frá Svalþúfu að Lóndröngum liggur leiðin niður álagabrekku og síðan meðfram ströndinni. Við Lóndranga er hægt að sjá fornar hleðslur frá þeim tíma þegar róið var frá Drangavogi. Haldið er til baka eftir stikaðri leið lítið eitt innar í landinu, eða áfram eftir ströndinni að Malarrifi um 1 km til viðbótar.

Tími: 1,5
Hækkun:
Lengd: 2,6 km
audvelt

Aðrar upplýsingar

Here goes your text … Select any part of your text to access the formatting toolbar.