Frá bílastði í nágreinni við Lamhagatjarnir liggja tvær skemmtilegar gönguleiðir. Önnur liggur að Öndverðaneshólum (sjá leið 6) og hin er hringleið um Eyrarnar, niður undir sjó.
Eyrahringurinn er auðveld stikuð gönguleið sem liggur fyrst í átt að sjá og að mestu um helluhraun. Ströndin er margbreytileg og sérstök með sandfjörum og þverhníptum klettum í sjó fram.