Lagt er af stað frá bílastæði í nágrenni við Lamhagatjarnir. Gamla þjóðleiðin þaðan og út á Öndverðarnes liggur um Nesgötu. Leiðin er vörðuð. Á syðri hluta leiðarinnar, frá Moldflögum að Grashólshelli, má sjá hvernig gatan hefur verið rudd og hlaðin á köflum. Leiðin frá Moldflögum að Öndverðarnesvegi er rúmir 6km en sé gengið alla leið út á Öndverðarnestá bætast tæpir 2 km við. Gígjarnir og hraungróðurinn eru mjög viðvæmir fyrir raski. Því er sérstaklega mikilvægt að ganga aðeins eftir merktum leiðum.