Gjöf frá sveitafélögum á Snæfellsnesi til Snæfellsjökulsþjóðgarðs

Við opnun Þjóðgarðsmiðstöðvar á Hellissandi árið 2023 gáfu sveitafélögin á Snæfellsnesi Snæfellsjökulsþjóðgarði listaverk að gjöf. Verkið er eftir Lúðvík Karlsson, Liston og ber nafnið Snæfellingur.

Verkið er unnið úr grágrýti úr námu í landi Efri Höfða, við Rif. Form verksins er sótt í skeljar og tvinnað við öldur hafsins og sómir sér einkar vel við Þjóðgarðsmiðstöð á Hellissandi.

Takk fyrir okkur.

Eyja og Miklaholtshreppur, Grundarfjarðarbær, Snæfellsbær og Sveitarfélagið Stykkishólmur.

Deila frétt