Vegur að Djúpalóni og Saxhól lokaðir til 22. september!

Nánar

Framkvæmdir / Construction: innviðir bættir í Snæfellsjökulsþjóðgarði

Næstu daga verða framkvæmdir í gangi á tveimur vinsælum áningastöðum í Snæfellsjökulsþjóðgarði. Við Djúpalónsand stendur yfir vinna við lagfæringu á neðra bílastæði og vegurinn þangað því lokaður til 22.september. Á Saxhól er stefnt á framkvæmdir dagana 18.-22. september og verður svæðinu lokað allri umferða á meðan á framkvæmdum stendur.

Djúpalón

Á Djúpalóni felast framkvæmdir í því að bæta bílastæði ofan Djúpalónsands og verður það malbikað og stæði merkt fyrir rútur og fólksbíla. Bílastæðum mun fjölga þar sem nýting á svæðinu verður betri.

Þeir sem hafa hug á að fara á Djúpalónsand er bent á bílastæði upp við þjóðveg og hægt er að ganga þaðan stikaða leið. Gönguleiðin er krefjandi og tekur um 45 mínútur aðra leið.

Saxhóll

Á Saxhól verður lokið við frágang á útsýnispalli upp á gígnum. Gerðir verða setbekkir í miðju útsýnispallsins og steinþrep hlaðin niður af pallinum ásamt því að klára frágang umhverfis hann.

Starfsfólk Snæfellsjökulsþjóðgarðs verður til staðar eins og kostur er til að upplýsa og leiðbeina fólki á meðan á framkvæmdum stendur. Gestastofur þjóðgarðsins á Hellissandi og Malarrifi eru opnar alla daga frá kl. 10 til 17:00 á Hellissandi og 16:30 á Malarrifi.

Þá bendum við gestum okkar á að í þjóðgarðinum og nágrenni hans er fjöldi fallegra áfangastaða og upplýsingar um þá má nálgast hér.

We are Improving the Facilities in Snæfellsjökull National Park

In the coming days, there will be construction work taking place at two popular sites in Snæfellsjökull National Park. On the one hand, work will be carried out to repair the parking lot at Djúpalónsandur, and the road there will be closed until September 22. On the other hand, construction is planned at Saxhóll from September 18 to 22, and the area will be closed to all traffic during the construction period.

At Djúpalónsandur, the construction involves improving the parking area above Djúpalónsandur, which will be paved and marked for buses and cars. The number of parking spaces will increase, resulting in much better use of the area. Those who wish to visit Djúpalónsandur are advised to use the parking area by the main road, from where they can walk along a marked trail. The hiking trail is challenging and takes about 45 minutes one way.

At Saxhóll, the work involves the finalization of the viewing platform on top of the crater. Benches will be installed in the center of the platform, stone steps will be built down from the platform, and finishing work around it will be completed.

Snæfellsjökull National Park staff will be available as much as possible to inform and guide visitors during the construction period. The park’s visitor centers at Hellissandur and Malarrif are open every day from 10:00 AM to 5:00 PM at Hellissandur and until 4:30 PM at Malarrif. We also encourage our visitors to explore the many other beautiful destinations in and around the national park, and information about these can be found here.

Deila frétt