Fræðslugöngur landvarða frá Malarrifi í sumar

Náttúruverndarstofnun auglýsir eftir þjónustufulltrúa bæði í hlutastarf í vetur og í sumarstarf í Snæfellsjökulsþjóðgarði. Einnig óskum við eftir landvörðum til sumarstarfa 2025. Umsóknarfrestur er 17.2.2025 Starf landvarða - helstu verkefni og ábyrgð Störf landvarða eru fjölbreytt og áherslur ólíkar eftir starfsstöðvum en flest verkefni eiga það sameiginlegt að vera skemmtileg og lífleg. Á meðal helstu…
Alþjóðadagur jökla Sameinuðu þjóðirnar hafa helgað árið 2025 jöklum á hverfandi hveli og ákveðið að 21. mars ár hvert verði sérstakur alþjóðadagur jökla. Alþjóðaárið verður nýtt til að vekja athygli á mikilvægi jökla, snævar og íss í vatnafræðilegu og veðurfarslegu samhengi og ekki síður efnahagslegu, samfélagslegu og umhverfislegu tilliti. Að þessu sinni mun dagur vatns (22. mars)…
Í gær, 16. janúar, var haldinn hinn árlegi viðburður Mannamót í Kórnum í Kópavogi sem Markaðsstofa landshlutanna stendur fyrir. Snæfellsjökulsþjóðgarður tók þátt í viðburðinum sem er helgaður ferðaþjónustu á landsbyggðinni og er fjölmennasti viðburður í ferðaþjónustu á Íslandi. Mannamót er frábær vettvangur til að efla tengsl innan ferðaþjónustunnar. Viðburðurinn var vel heppnaður og fjölmennur líkt og síðustu ár. Fyrir Snæfellsjökulsþjóðgarð veitir viðburðurinn frábært tækifæri til þess að eiga gott samtal við ferðaþjónustuna víðs vegar um landið um bæði starfsemi og mikilvægi þjóðgarðsins.