Eva Dögg nýr yfirlandvörður

Eva Dögg Einarsdóttir hefur verið ráðin sem yfirlandvörður í Þjóðgarðinn Snæfellsjökul.
Eva stundar nám í náttúru- og umhverfisfræðum við Landbúnaðarháskólann.

Megin hlutverk yfirlandvarðar er yfirumsjón með landvörslu, náttúruvernd, fræðsla og upplýsingagjöf um náttúru og sögu ásamt eftirliti og umsjón með viðhaldi innviða í þjóðgarðinum og nærliggjandi náttúruverndarsvæðum.
Eva hefur sinnt fjölbreyttum störfum, þar á meðal landvörslu og vaktstjórn í Þjóðgarðinum á Þingvöllum og verið leiðbeinandi í útikennslu.

Velkomin til starfa Eva.

Deila frétt