Fjallahlaup með landvörðum á Hreggnasa
Í tilefni af Heilsuviku Snæfellsbæjar bjóða landverðir áhugasömum í fjallahlaup upp á Hreggnasa
Hreggnasi er 469 m á hæð með frábæru útsýni í allar áttir. Leiðin er krefjandi og nokkuð brött á köflum, þá helst þegar nálgast er toppinn. Að öðru leyti er leiðin nokkuð aflíðandi. Reiknum með að ganga á köflum.
Hittumst 17:30 við Þjóðgarðsmiðstöðina á Hellisandi og sameinumst í bíla. Keyrum inn í Eysteinsdal og skokkum þaðan afstað. Reiknum með að vera komin tilbaka um 19:00.
Mælum með léttum skóm með grófu undirlagi.