22 ára afmæli Snæfellsjökulsþjóðgarðs
Snæfellsjökulsþjóðgarður fagnar 22 ára afmæli.
Þjóðgarðurinn var stofnaður þann 28. júní 2001 með þann tilgang að vernda hvort tveggja sérstæða náttúru og sögulegar minjar svæðisins.
Í tilefni afmælis blásum við til viðburðar í Þjóðgarðsmiðstöð á Hellissandi.
Landvarðaleikar og barnastund með landverðum.
Grillaðar pylsur og léttar veitingar.
Kíktu við og kynntu þér lífið í þjóðgarðinum.
Afmælisganga með landverði frá Malarrifi að Svalþúfu kl. 13:00 (hist við gestastofu á Malarrifi).