Degi jarðar er ætlað að minna okkur á að fara vel með jörðina og umhverfið. Deginum er einnig ætlað að vekja athygli heimsins á loftslagsbreytingum og hlýnun jarðar og hvetja alla til að vinna að verndun umhverfisins.

Nú þegar snjórinn hefur að mestu kvatt okkur á Snæfellsnesi er kjörið að njóta nærandi útivistar og sjá gróðurinn vakna allt í kringum okkur.
