Dagskrá þjóðgarðsins Snæfellsjökuls er nú að fara í fullan gang og verður boðið upp á tvo viðburði um næstu helgi. Á laugardag 7. júní verður 4. áfangi göngunnar með endilangri strönd þjóðgarðsins sem hófst síðasta sumar farinn. Gengið verður frá Þórðarkletti að Skálasnagavita og verða Tómas Gunnarsson fuglafræðingur og Sæmundur Kristjánsson leiðsögumenn um fuglalíf, sögu og náttúru svæðisins. Gangan tekur um 4-5 klst. og er fólki bent á að vera í góðum skóm og taka með sér nesti. Mæting er við afleggjarann út á Öndverðarnes kl. 10:45. Sunnudaginn júní kl. 11 verður refaskoðunarferð við Malarrif undir Leiðsögn Sæmundar Kristjánssonar. Jafnvel er búist við að “kunnuglegir” refir láti sjá sig þar.
Fleiri fréttir
Landvarðarnámskeið 2025
Landvarðarnámskeið Náttúruverndarstofnunar fer fram 30. janúar 2025 - 2. mars 2025. Störf landvarða mörg og fjölþætt. Veitir námskeiðið réttindi til að starfa sem landvörður í þjóðgörðum og friðlýstum svæðum. Opnað verður fyrir umsóknir 2. janúar 2025 kl. 10. Ekki missa af þessu - vert er að benda á að námskeiðið hefur fyllst mjög hratt undandarin…
Opnunartími yfir hátíðar
Opnunartími yfir hátíðar Yfir hátíðar verður lokað á Gestastofu á Malarrif og Þjóðgarðsmiðstöð Hellissandi dagana; 24. des Aðfangadagur 25. des Jóladagur 31. des Gamlársdagur 1. janúar Nýársdagur ATH! Gestastofan á Malarrifi verður LOKUÐ: 24 des - 2 janúar. Salerni eru aðgengileg allan sólahringinn á báðum stöðum.
Aðventudagskrá
Við fögnum komandi hátíðarhöldum og gerum okkur dagamun í þjóðgarðinum í desember. Boðið verður uppá samverustundir með jólaívafi og einnig uppá aðventugöngu með landverði á Djúpalóni. Sjá nánar hér: 7. desember. Aðventustund á Malarrifi.Kl. 13:00 – 14:00 Njótum samverunnar á Malarrifi með stuttum og sniðugum ratleik um svæðið. Kakó og piparkökur í boði á gestastofunni…