Dagskrá þjóðgarðsins Snæfellsjökuls er nú að fara í fullan gang og verður boðið upp á tvo viðburði um næstu helgi. Á laugardag 7. júní verður 4. áfangi göngunnar með endilangri strönd þjóðgarðsins sem hófst síðasta sumar farinn. Gengið verður frá Þórðarkletti að Skálasnagavita og verða Tómas Gunnarsson fuglafræðingur og Sæmundur Kristjánsson leiðsögumenn um fuglalíf, sögu og náttúru svæðisins. Gangan tekur um 4-5 klst. og er fólki bent á að vera í góðum skóm og taka með sér nesti. Mæting er við afleggjarann út á Öndverðarnes kl. 10:45. Sunnudaginn júní kl. 11 verður refaskoðunarferð við Malarrif undir Leiðsögn Sæmundar Kristjánssonar. Jafnvel er búist við að “kunnuglegir” refir láti sjá sig þar.
Fleiri fréttir
Alþjóðaár jökla hafið
Alþjóðadagur jökla Sameinuðu þjóðirnar hafa helgað árið 2025 jöklum á hverfandi hveli og ákveðið að 21. mars ár hvert verði sérstakur alþjóðadagur jökla. Alþjóðaárið verður nýtt til að vekja athygli á mikilvægi jökla, snævar og íss í vatnafræðilegu og veðurfarslegu samhengi og ekki síður efnahagslegu, samfélagslegu og umhverfislegu tilliti. Að þessu sinni mun dagur vatns (22. mars)…
Mannamót 2025
Í gær, 16. janúar, var haldinn hinn árlegi viðburður Mannamót í Kórnum í Kópavogi sem Markaðsstofa landshlutanna stendur fyrir. Snæfellsjökulsþjóðgarður tók þátt í viðburðinum sem er helgaður ferðaþjónustu á landsbyggðinni og er fjölmennasti viðburður í ferðaþjónustu á Íslandi. Mannamót er frábær vettvangur til að efla tengsl innan ferðaþjónustunnar. Viðburðurinn var vel heppnaður og fjölmennur líkt og síðustu ár. Fyrir Snæfellsjökulsþjóðgarð veitir viðburðurinn frábært tækifæri til þess að eiga gott samtal við ferðaþjónustuna víðs vegar um landið um bæði starfsemi og mikilvægi þjóðgarðsins.
Áramótapistill frá þjóðgarðsverði
Um áramót er gott að staldra við og líta yfir farinn veg. Snæfellsjökulsþjóðgarður var stofnaður fyrir tæpum 24 árum með það að markmiði að vernda náttúru og sögu svæðisins til framtíðar. Það eru mikil verðmæti í Snæfellsjökulsþjóðgarði sem eru fólgin í einstakri, lítt snortinni náttúru og langri sögu um veru fólks á svæðinu sem finna…