Björg Viktoría nýr þjónustufulltrúi

Björg Viktoría Guðmundsdóttir hefur verið ráðin þjónustufulltrúi í Snæfellsjökulsþjóðgarði

Björg er með BSc í viðskiptafræði frá Háskólanum á Bifröst og fjallaði lokaverkefni hennar um umhverfisvottað ferðaþjónustusvæði á Snæfellsnesi.

Megin hlutverk þjónustufulltrúa er móttaka gesta í gestastofum þjóðgarðsins, veita fræðslu um náttúru og sögu svæðisins og almenna upplýsingagjöf.

Björg hefur sinnt fjölbreyttum störfum í gegum árin, þar á meðal afgreiðslustjóri Póstsins í Snæfellsbæ, skrifstofustjóri í Smiðjunni Fönix ásamt ýmsum þjónustustörfum

Við bjóðum Björgu hjartanlega velkomna í hópinn.

Deila frétt