Alþjóðaár jökla hafið

Alþjóðadagur jökla

Sameinuðu þjóðirnar hafa helgað árið 2025 jöklum á hverfandi hveli og ákveðið að 21. mars ár hvert verði sérstakur alþjóðadagur jökla. Alþjóðaárið verður nýtt til að vekja athygli á mikilvægi jökla, snævar og íss í vatnafræðilegu og veðurfarslegu samhengi og ekki síður efnahagslegu, samfélagslegu og umhverfislegu tilliti. Að þessu sinni mun dagur vatns (22. mars) einnig verða tileinkaður jöklum.

Á heimasíðu Náttúruverndarstofnunar er að finna fleiri upplýsingar um alþjóðaár jökla sem hófst formlega í 21. janúar 2025.

Samkeppni ungs fólks

Í tilefni af degi jökla er efnt til samkeppni á meðal barna- og ungmenna á aldrinum 10–20 ára. Óskað er eftir framlögum sem varpa ljósi á mikilvægi og eðli jökla, fegurð þeirra og hversu hverfulir þeir eru. Meðal vinninga eru ferðir á Sólheimajökul, Langjökul og Mýrdalsjökul. 

Að samkeppninni standa Félag Sameinuðu þjóðanna á Íslandi, Jöklarannsóknafélag Íslands, Veðurstofa Íslands, Jarðvísindastofnun Háskólans, Náttúruverndarstofnun, Náttúrufræðistofnun, Sjálfbærnistofnun Háskóla Íslands og Náttúruminjasafn Íslands.

Frekari upplýsingar um samkeppnina er að finna hér

Deila frétt