Mannamót 2026

Þann 15. janúar fór hinn árlegi viðburður Mannamót fram í Kórnum í Kópavogi, á vegum Markaðsstofu landshlutanna. Snæfellsjökulsþjóðgarður tók þátt í viðburðinum sem er helgaður ferðaþjónustu á landsbyggðinni og er jafnframt fjölmennasti viðburður sinnar tegundar á Íslandi.

Mannamót er mikilvægur og öflugur vettvangur til að efla tengsl og samtal innan ferðaþjónustunnar. Viðburðurinn var að vanda vel heppnaður og fjölmennur. Landverðir þjóðgarðsins Guðmundur og Una Sóley kynntu þjóðgarðinn í ár með sóma og áttu góð samtöl við gesti.

Fyrir Snæfellsjökulsþjóðgarð er þátttaka í Mannamótum afar dýrmæt, þar sem hún skapar tækifæri til góðra samtala við aðila í ferðaþjónustu víðs vegar að af landinu um starfsemi þjóðgarðsins og mikilvægi hans.

Deila frétt