Lokað á Malarrifi tímabundið

Nánar

Samverustundir í desember

Aðventudagskrá Snæfellsjökulsþjóðgarðs  

Í tilefni aðventunnar bjóðum við upp á fjölbreytta og notalega dagskrá í desember. Boðið verður upp á barnastundir með jólaívafi, ratleik á Malarrifi og sólstöðugöngu á Djúpalóni.  

3. og 4. desember. 

10:30 

Nemendur á elsta stigi leikskóla Snæfellsbæjar og í 1.–4. bekk heimsækja Þjóðgarðsmiðstöðina og skreyta jólatré hússins með þematengdu skrauti. 


Þetta er árlegur og notalegur viðburður þar sem börnin prýða jólatréð með þema sem tengist þjóðgarðinum hverju sinni ásamt starfsfólki þjóðgarðsins.  

7. desember. Aðventustund á Malarrifi. 

Kl. 14:00 – 15:00 

Eigum saman notalega stund á Malarrifi með stuttum og skemmtilegum ratleik um svæðið. 
Eftir ratleikinn bjóðum við upp á kakó og piparkökur í gestastofunni. Ef veður leyfir kveikja landverðir undir eldstæðinu utandyra. 

Athugið: Mælt er með hlýjum fatnaði fyrir útiveru.  

17. desember  Barnastund með jólaívafi í Þjóðgarðsmiðstöðinni. 

Kl . 16:00 – 17:00 

Jólaföndurhorn, ljúf jólatónlist og Elja kaffihús með lengri opnun svo gestir geta notið heitra jóladrykkja í skammdeginu með sínum náunustu í notalegri stemmingu. 

21. desember Sólstöðuganga á Djúpalóni –  

Kl. 14:00 – 15:30 

Sólstöðuganga með landverði á aðventunni. Landvörður leiðir gönguna með sögufrásögn og fræðslumolum fyrir gesti. Góður skóbúnaður og hlýr fatnaður æskilegur, ekki verra að taka með sér heitan drykk og nestisbita.  

Hittumst á neðra bílastæðinu við Djúpalónssand. 

Deila frétt