Elja kaffihús opnar

Það er okkur sönn ánægja að tilkynna að Elja kaffihús hefur opnað í Þjóðgarðsmiðstöðinni á Hellissandi.

Að rekstrinum standa þær Lilja Hrund Jóhannsdóttir og Viktoría Kr. Guðbjartsdóttir, sem taka vel á móti gestum með hlýju og góðri þjónustu.

Elja kaffihús býður upp á léttar veitingar í notalegu umhverfi – bæði til að njóta á staðnum og til að taka með. Þetta er kjörið tækifæri fyrir gesti að fá sér dýrindis bita á ferð sinni um Snæfellsjökulsþjóðgarð, kynna sér starfsemi þjóðgarðsins og fræðast um það sem er efst á baugi hverju sinni.

Við bjóðum Lilju og Viktoríu hjartanlega velkomnar í Þjóðgarðsmiðstöðina og hvetjum gesti og gangandi til að líta við í Elju kaffihúsi við fyrsta tækifæri.

Deila frétt