Opnun ljósmyndasýningar

Ljósmyndasýning – Varðveitt augnablik.

Þann 12. apríl opnaði Birgit Guðjónsdóttur, kvikmyndatökukonu og ljósmyndari, sýninguna Varðveitt augnablik í þjóðgarðsmiðstöðinni á Hellissandi. Birgit hefur verið með annan fótinn á Snæfellsnesi síðustu ár og fangað reglulega falleg augnablik á filmu sem sýningin samanstendur af.

Í sýningunni kannar Birgit viðkvæmt samspil minninga, landslags og hverfulleika. Með því að færa sig frá hreyfimyndum yfir í ljósmyndun dvelur Birgit við hvernig við varðveitum persónulegar og sameiginlegar minningar og þá hvernig staðir – líkt og hverfandi Snæfellsjökull – verða að í griðarstað fyrir tilfinningar okkar. Í gegnum linsuna býður Birgit okkur að horfast í augu við fegurðina og óhjákvæmilega missinn sem fylgir minningum, og umbreytir ljósmyndun í verk varðveislu í heimi sem tekur stöðugum breytingum.

Arctic Canvas

Birgit á og rekur Arctic Canvas sem er spennandi listamannaaðsetur og skapandi athvarf sem hún stofnaði ásamt dóttur sinni, Hedí Jónsdóttur, á Hellnum, Snæfellsnesi.

Við mælum sannarlega með því að þið kíkið á miðlana þeirra þar sem þær deila reglulega fallegum myndum, spennandi viðburðum og fréttum af listamönnum sem dvelja hjá þeim.

gudjonsdottir.com

arctic-canvas.com

Facebook og instagram:

Arctic Canvas

Sýningin mun standa yfir fram í júlí.

Öll ávallt velkomin í þjóðgarðsmiðstöðina á Hellissandi.

Deila frétt