Í gær, 16. janúar, var haldinn hinn árlegi viðburður Mannamót í Kórnum í Kópavogi sem Markaðsstofa landshlutanna stendur fyrir. Snæfellsjökulsþjóðgarður tók þátt í viðburðinum sem er helgaður ferðaþjónustu á landsbyggðinni og er fjölmennasti viðburður í ferðaþjónustu á Íslandi.
Mannamót er frábær vettvangur til að efla tengsl innan ferðaþjónustunnar. Viðburðurinn var vel heppnaður og fjölmennur líkt og síðustu ár.
Fyrir Snæfellsjökulsþjóðgarð veitir viðburðurinn frábært tækifæri til þess að eiga gott samtal við ferðaþjónustuna víðs vegar um landið um bæði starfsemi og mikilvægi þjóðgarðsins.