Vegur að Djúpalóni og Saxhól lokaðir til 22. september!

Nánar

Sjálfboðaliðar á vegum Umhverfisstofnunnar í Snæfellsjökulsþjóðgarði

Árlega koma hingað til lands sjálfboðaliðar á vegum Umhverfisstofnunnar og vinna að ýmsum verkefnum tengdum náttúruvernd í þjóðgörðum og öðrum friðlýstum svæðum.

Sjálfboðaliðarnir komu í Snæfellsjökulsþjóðgarð fyrr í sumar og dvöldu eina viku á Malarrifi. Verkefnin þetta árið voru fjölbreytt en þau voru m.a. að grjóthreinsa göngustíga við Vermannaleið ásamt því að stika slóða milli Vermannaleiðar og að nýju bílastæði við Djúpalón.

Á myndinni eru Eva Dögg, yfirlandvörður og Guðmundur, landvörður ásamt sjálfboðaliðum sumarsins.

Sjálfboðaliðar á vegum Umhverfisstofnunar starfa á náttúruverndarsvæðum að vistheimt (ecological restoration) í þágu náttúruverndar, sem sagt vinna ávallt í verndunarskyni, hvort sem það er til að endurheimta, viðhalda eða vernda landslag, verndun dýralífs og gróðurfars, og til að vernda líffræðilegan fjölbreytileika.

Hér má lesa meira um verkefnið.

Deila frétt