Verktaki óskast: Ræstingar á húseignum Snæfellsjökulsþjóðgarðs

Umhverfisstofnun óskar eftir verktaka sem ber ábyrgð á daglegum ræstingum í Þjóðgarðsmiðstöð á Hellissandi, Gestastofu á Malarrifi og salernum á Djúpalóni. Til greina kemur að ráða tvo verktaka, fyrir Þjóðgarðsmiðstöð og hins vegar fyrir Gestastofu á Malarrifi ásamt salernum á Djúpalóni.

Um er að ræða daglega umsjón með salernum á Djúpalóni (4 salerni), Gestastofu á Malarrifi (5 salerni) og Þjóðgarðsmiðstöð á Hellissandi (10 salerni) ásamt almennum ræstingum á gestastofum og skrifstofu þjóðgarðsins.

Umhverfisstofnun leggur til áhöld til ræstinga, moppur, þvegla og efni til ræstinga. Verktaki þarf að hafa til umráða bifreið.

Verktaki ber ábyrgð á daglegum ræstingum alla daga ársins, á sinni eigin kennitölu og vinnur í nánu samstarfi við forsvarsmenn Snæfellsjökulsþjóðgarðs.

  • Æskilegt að verktaki hafi reynslu af ræstingum.
  • Skilyrði að verktaki hafi ökupróf.
  • Æskilegt að verktaki geti hafið störf sem fyrst.

Nánari upplýsingar veita;

Hákon Ásgeirsson, þjóðgarðsvörður.

Netfang: hakon.asgeirsson@umhverfisstofnun.is

Rut Ragnarsdóttir, þjónustustjóri.

Netfang: rut.ragnarsdottir@umhverfisstofnun.is

Deila frétt