Sjófuglar hafa gert sig heimkomna í Þúfubjargi sem er ávalt mikið gleðiefni enda minnir koma þeirra á að vorið er á næsta leyti.
Sjófuglar eru algengustu fuglarnir í Þjóðgarðinum og nýta sér syllur í sjávarhömrum til varps en sækja fæðu sína til sjávar. Helstu sjófuglar sem sjást í Þúfubjargi eru Rita, Fýll, Langvía og Stuttnefja.
Við útsýnispallinn á Þúfubjargi er góð aðstaða til fulgaskoðunar.