Mikil hálka á vegum og göngustígum// Roads and surfaces are slippery in the park!

Nánar

Alin Rusu nýr verkamaður

Alin Gabriel Rusu hefur verið ráðin sem verkamaður og mun hann sinna fjölbreyttum verkefnum í þjóðgarðinum.

Alin er frá Rúmeníu og hefur lokið námi í landfræði með áherslu á ferðaþjónustu. Einnig er hann sjálfmenntaður í sjónrænni list og vinnur að verkefnum því tengdu.

Alin hefur sinnt ýmsum störfum, bæði hér á landi og í Rúmeníu, þar á meðal störfum tengd ferðaþjónustu, ljósmyndun og kvikmyndatöku.

Við bjóðum Alin hjartanlega velkomin í hópinn.

Deila frétt