Flóruganga – Dagur villtra blóma
Á degi villtra blóma býður Snæfellsjökulsþjóðgarður gestum sínum að slást í för með Landverði í blómaskoðunarferð um Rauðhól.
Lagt verður af stað kl 14:00 frá bílastæðinu við Rauðhól.
Gangan er auðveld og tekur um 1,5 tíma
Gott er að hafa með sér vatn og vera í þokkalega góðum skóm.
Nærandi og fræðandi útivera í náttúrunni