Dagur íslenskrar náttúru
Í tilefni dagsins bjóðum við öll velkomin að fræðast um fjölbreytileika náttúrunnar með landverði í Þjógðarðsmiðstöð á Hellissandi milli kl. 13-15, laugardaginn 16.september.
Fátt hefur mótað íslenska þjóð eins og náttúran. Íslendingar hafa aðlagað líf sitt samspili elds og ísa, dyntóttum veðurguðum og kröftugum sjávarföllum. Um leið hafa þeir notið alltumlykjandi náttúrufegurðar og haft lífsviðurværi sitt af ríkulegum gjöfum náttúrunnar.
Degi íslenskrar náttúru er fagnað 16. september ár hvert. Dagurinn er fæðingardagur Ómars Ragnarssonar, frétta og kvikmyndagerðamanns sem hefur verið óþreytandi við að opna augu almennings fyrir þeim auðæfum sem felast í náttúru landsins og mikilvægi þess að vernda hana og varðveita.