Næturganga á Jónsmessu
Jónsmessan er nú á föstudaginn, 24. júní, og þá um kvöldið verður sólstöðuganga á vegum Þjóðgarðsins Snæfellsjökuls.
Gengið verður frá Hólavogi (við Hólahóla) og að bæjarrústunum í Beruvík.
Gengið er um þægilegt svæði þar sem sögur drjúpa af hverju strái.
Gangan mun taka um 3-4 tíma og fararstjóri verður Sæmundur Krístjánsson, sagnamaður og landvörður. Göngufólk hittist við vegamótin að Hólavogi.
Nú er tilvalið að drífa sig í notalega næturgöngu og heyra ýmislegt fróðlegt og skemmtilegt í leiðinni.