Ratleikurinn Saga og Jökull er glænýr og skemmtilegur leikur sem sameinar nútíma tækni og fallega náttúru þjóðgarðsins. Leikurinn byrjar og endar við bílastæðið við Írskrabrunn en það er við Gufuskála. Ratleikurinn er fyrir snjallsíma en appið má nálgast inni á vesturland.is en einnig má nálgast pappírsútgáfuna í sérmerktum kassa við Írskrabrunn.
Fleiri fréttir
OSPAR strandhreinsun
Í október fór vaskur hópur af nemendum Lýsudeildar grunnskóla Snæfellsbæjar ásamt landvörðum í fjöruna við Ósakot að tína rusl. Tvisvar á ári fara nemendur Lýsudeildar, ásamt fulltrúa frá Umhverfisstofnunar, í fjöruna við Ósakot í þeim tilgangi að tína og flokka rusl. Þar hefur Umhverfisstofnun afmarkað rannsóknarsvæði sem er vaktað reglulega og allt rusl flokkað, talið…
Kynjaskepnur í Snæfellsbæ
Sýning nemenda í 2. og 4.bekk Grunnskóla Snæfellsbæjar, Kynjaskepnur í Snæfellsbæ, stendur nú yfir í Þjóðgarðsmiðstöðinni. Verkin eru afrakstur vinnu í myndmennt sem nemendur unnu í haust og sneri verkefnið að því hvernig kynjaskepnur hafa komið íslendingum fyrir sjónir í gegnum aldirnar. Allt frá ógurlegum sjóskrímslum yfir í meinlaus en framandi dýr í fjörunni.…
Björg Viktoría nýr þjónustufulltrúi
Björg Viktoría Guðmundsdóttir hefur verið ráðin þjónustufulltrúi í Snæfellsjökulsþjóðgarði Björg er með BSc í viðskiptafræði frá Háskólanum á Bifröst og fjallaði lokaverkefni hennar um umhverfisvottað ferðaþjónustusvæði á Snæfellsnesi. Megin hlutverk þjónustufulltrúa er móttaka gesta í gestastofum þjóðgarðsins, veita fræðslu um náttúru og sögu svæðisins og almenna upplýsingagjöf. Björg hefur sinnt fjölbreyttum störfum í gegum árin,…