Mikil hálka á vegum og göngustígum// Roads and surfaces are slippery in the park!

Nánar

Fundur um stöðu og framtíðarhorfur í starfsemi Þjóðgarðsins

Hollvinasamtök Þjóðgarðsins Snæfellsjökuls í samstarfi við Þróunarfélags Snæfellinga og Umhverfisstofnun boða til fundar um stöðu og framtíðarhorfur í starfsemi Þjóðgarðsins.

Fundurinn verður í Hótel Hellissandi 14. mars og hefst kl.15.00

Aðal umfjöllunarefni frummælenda verður: Þjóðgarðurinn Snæfellsjökull, umhverfismál, rannsóknir innan marka þjóðgarðsins og á Snæfellsnesi, horfur í ferðaþjónustu árið 2014 og framlag Þjóðgarðsins í þágu landkynningar og ferðaþjónustu á Snæfellsnesi.

Dagskrá

  • Setning og stutt ávarp.
             Sturla Böðvarsson formaður stjórnar Hollvinasamtakanna Vinir Snæfellsjökuls.
  • Umhverfismál og hlutverk Þjóðgarða.
             Kristín Linda Árnadóttir forstjóri Umhversstofnunar.
  • Starfsemi Þjóðgarðsins Snæfellsjökuls árið 2013 og áætlun 2014.
             Guðbjörg Gunnarsdóttir þjóðgarðsvörður.
  • Hlutverk þjóðgarða við að efla landkynningu í þágu ferðaþjónustunnar á Íslandi.
             Elías Bj. Gíslason settur ferðamálastjóri.
  • Kaffihlé
  • „Þjóðgarðar í þágu þeirra“ – Hvað þarf til? 
             Helga Árnadóttir framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar.
  • Rannsóknir á vegum Náttúrustofu Vesturlands í Þjóðgarðinum og á Snæfellsnesi
  •          Róbert A. Stefánsson forstöðumaður Náttúrustofu Vesturlands.
  • Fornleifarannsóknir í Þjóðgarðinum.
             Magnús A. Sigurðsson minjavörður og Lilja Björk Pálsdóttir fornleifafræðingur.
  • Náttúruperlan Vatnshellir. Ferðaþjónusta innan Þjóðgarðs.
             Þór Magnússon hellaleiðsögumaður og rekstraraðili Vatnshellis.
  • Fyrirspurnir og umræður
  • Fundarslit verða fyrir kl.19.
Deila frétt