Gönguleið að Búðakletti og Búðahelli liggur um Klettsgötu. Stikuð gönguleið er kringum Búðaklett og upp á gíginn. Þar sem hann er afar viðkvæmur fyrir öllu raski er mjög mikilvægt að fylgja göngustígnum. Hægt er að halda áfram eftir Klettsgötu að Miðhúsum, og bætast þá um 2km við leiðina.