Ingunn Ýr ráðin þjónustustjóri Snæfellsjökulsþjóðgarðs

Ingunn Ýr Angantýsdóttir hefur verið ráðin þjónustustjóri í Snæfellsjökulsþjóðgarði

Ingunn er með BA í þjóðfræði og stundar nám í menningastjórnun í Háskólanum á Bifröst.

Megin hlutverk þjónustustjóra er umsjón með rekstri þjóðgarðsmiðstöðvar á Hellissandi og gestastofu á Malarrifi, ábyrgð á þjónustu við gesti, viðburðastjórnun og gerð og miðlun fræðslu- og upplýsingaefnis.

Ingunn hefur undanfarna mánuði starfað sem þjónustufulltrúi í Snæfellsjökulsþjóðgarði, en starfaði áður við ýmiskonar verslunar og þjónustustörf og var flugfreyja hjá Icelandair um árabil. Hún er formaður menningarnefndar Snæfellsbæjar og hefur verið önnur af verkefnastýru og umsjónaraðila Snæfellsjökulshlaupsins frá árinu 2020. Ingunn hefur í störfum sínum m.a. sinnt viðburða- og verkefnastjórnun,  markaðssetningu og miðlun og gerð kynningarefnis.

Related posts